Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


344. Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



Þús. kr.

    Við 4. gr. 14-190 Ýmis verkefni. Nýr liður:
    160 Náttúruhús í Reykjavík, undirbúningur     
3.000


Greinargerð.


    Á árinu 1990 skilaði stjórnskipuð nefnd ítarlegum tillögum um Náttúruhús í Reykjavík sem hýsa skyldi nútímalegt náttúrufræðisafn. Með sýningum í húsinu yrði almenningi veitt fræðsla um íslenska náttúru og umhverfi, atvinnuvegi og rannsóknir. Samkvæmt tillögum nefndarinnar yrðu burðarstólpar safnsins Náttúrufræðistofnun Íslands, fyrir hönd ríkisins, Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands, en kanna átti hvort nágrannasveitarfélög, svo og stofnanir, félög og fyrirtæki vildu taka þátt í rekstrinum með hlutareign eða styrkjum. Frekari undirbúningsvinna fór fram á vegum samvinnunefndar ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands á árunum 1991–92 en stöðvaðist þá þar eð ríkið lagði ekki fram fé. Málið er jafnbrýnt og áður og á umhverfisþingi í nóvember sl. kom fram eindreginn stuðningur við að hefjast handa á ný við undirbúning.